Grunnþjálfun í hugbúnaðarlausnum AZAZO

Brynja Guðmundsdóttir talar fyrir fullum sal gesta á morgunverðarfundi AZAZO skólans um nýjustu uppfærslur AZAZO CoreData og gagnahýsingu AZAZO í skýinu.

Brynja Guðmundsdóttir, forstjóri, með kynningu á AZAZO CoreData á morgunverðarfundi AZAZO skólans


Hugbúnaðarlausnir AZAZO eru í sífelldri þróun og reglulega bætast við nýjungar sem auka notkunarmöguleika notenda. Til að hugbúnaðurinn nýtist fyrirtækjum sem best er nauðsynlegt að notendur kerfisins þekki eiginleika þess. Rétt nýting getur sparað umtalsverðan tíma og fjárhæðir, ásamt því að auka skilvirkni og þægindi í daglegum störfum.
AZAZO skólinn sér um grunnþjálfun í hugbúnaðarlausnum AZAZO, skólinn býður einnig upp á framhaldsnámskeið og fundi um efni sem tengjast rekstrarumhverfi viðskiptavina AZAZO.

Meðfylgjandi er yfirlit yfir námskeið og fræðslufundi AZAZO á næstu vikum

>>Við hvetjum þig til að senda þetta áfram innanhúss til allra þeirra sem hafa áhuga á að fræðast meira um CoreData.<<

AZAZO morgunverðarfundur í samstarfi við Dokkuna – 2. febrúar 2017

Upplýsingastjórnun hjá fyrirtækjum – hvað er hægt að gera til að einfalda vinnuumhverfi, auka hagkvæmni og tryggja öryggi og aðgengi. Opinn fundur í samstarfi við Dokkuna.

AZAZO CoreData byrjendanámskeið – 6. febrúar 2017

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum sem ekki hafa áður sótt námskeið í CoreData. Farið er yfir helstu þætti kerfisins og nýtingarmöguleika, svo sem uppbyggingu kerfisins, stillingar, verkefni og gögn, viðskiptavini, leitaraðferðir og fleira.

AZAZO CoreData framhaldsnámskeið – 7. febrúar 2017

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum sem hafa fengið grunnkennslu í CoreData en vilja auka færni sína og læra á nýjungar í CoreData. Farið verður yfir nýjungar í kerfinu, notkun verkefnasniðmáta, verklag, verkliði, meðhöndlun gagna og fleira.

AZAZO CoreAdmin námskeið – 8. febrúar 2017  

Námskeiðið er ætlað gæða- og öryggisstjórum, upplýsinga- og skjalastjórum, kerfisstjórum og öðrum sem hafa umsjón með ferlum, skjalastjórnun og aðgangsstýringum. Meðal annars verður farið yfir stofnun nýrra notenda og aðgangsbreytingar, gerð sniðmáta, atburðaskránna, uppsetningu skjalalykla.

AZAZO morgunverðarfundur – Mannauðsmál – 16. febrúar 2017

Kynning á mannauðslausnum AZAZO. Hvernig er hægt að nota CoreData til að halda utan um meðal annars einstaklingsbundin gögn, starfsmannasamtöl, samskipti við trúnaðarlækna og starfsumsóknarferli auk gagna í kringum jafnlaunavottun. Boðið verður upp á ítarlegt námskeið í framhaldinu.

Mannauðsmál í CoreData – 28. febrúar 2017

Ítarlegt námskeið fyrir notendur CoreData. Farið verður yfir tillögur að uppstillingu mannauðsmála í CoreData þar sem haldið er utan um einstaklingsbundin gögn starfsmanna frá ráðningu til starfsloka ásamt öðrum gögnum er verða til í kringum mannauðsmál s.s. kannanir og greiningar, samskipti, verk- og aðgangsbeiðnir og slysaskráningu. Einnig verður kynnt hvernig CoreData nýtist við að halda utan um gögn í kringum jafnlaunavottun skv. Jafnlaunastaðli ÍST 85:2012.

AZAZO ráðstefna: Öryggi gagna í skýinu – mars 2017

Ráðstefna AZAZO um öryggi og meðhöndlun gagna, skýjalausnir, lög og reglur og fleira áhugavert. Sérfræðingar AZAZO halda erindi ásamt utanaðkomandi fyrirlesurum sem eru sérfræðingar á þessu sviði.

Fjármáladeildir – notkun í CoreData – mars 2017

Markmið með námskeiðinu er að sýna hvernig hægt er að nýta CoreData með skilvirkum hætti til að efla ferla tengda fjármálum. Farið verður m.a. yfir hvernig hægt er að nýta sniðmát við uppgjörsvinnu, bæði er varðar mánaðaruppgjör og ársuppgjör auk samskipta við ytri aðila, s.s. endurskoðendur og fjármálastofnanir.

Skilvirkari fundir með CoreData – mars 2017

Farið verður yfir hvernig hægt er að stjórna fundum með skilvirkum hætti í CoreData. Farið verður yfir fundarstjórn, undirbúning, dagskrárgerð og eftirfylgni.

Stjórnarvefgátt AZAZO – apríl 2017

Námskeið fyrir stjórnarmenn og starfsmenn sem hafa umsjón með stjórnarvefgátt hjá sínu fyrirtæki. Farið verður m.a. yfir skipulag sjórnarfunda og fundargagna. Kynnt verður árangursmat stjórnar.

Gæðamál í AZAZO CoreData – maí

Farið verður yfir gæðakerfi CoreData, samþykktar- og útgáfuferli og hvernig gæðastjórar geta fengið yfirsýn yfir gæðaskjöl síns fyrirtækis eða stofnunar. Jafnframt verður farið yfir hvernig innri úttektir eru framkvæmdar í CoreData og hvernig haldið er utan um frávik og úrbætur í kjölfarið. Einnig farið yfir skráningu ábendinga og úrvinnslu þeirra. Skoðaðir verða möguleikar kerfisins í kringum rafræna ferla og framkvæmd áhættumats.

AZAZO CoreData byrjendanámskeið – maí 2017

AZAZO Framhaldsnámskeið – maí 2017

AZAZO CoreAdmin námskeið – maí 2017 

AZAZO skólinn – Sérsniðin námskeið

AZAZO skólinn býður einnig upp á námskeið hjá fyrirtækjum sem nota hugbúnað frá AZAZO og sérsniðin námskeið eftir óskum fyrirtækja og notenda.
Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar eða hugmyndir vakna, við bætum við námskeiðum eftir þörfum.
Ráðgjafar AZAZO – radgjafar@azazo.com