Claims

Sérsniðin lausn fyrir þrotabú

~

Öryggi

Aðgengileiki

Yfirsýn

Þarfir þrotabúa

Claims er veflausn sem er sérsniðin að þörfum þrotabúa. Kerfið heldur utan um kröfur í þrotabú allt frá skráningu þeirra til loka kröfuferlis. Ferli krafna er skilgreint fyrir viðkomandi þrotabú og býður kerfið upp á einstæða yfirsýn yfir stöðu krafna, skilgreiningu þeirra, síun, leit og röðun eftir mismunandi stöðu.

Kröfur

Yfirsýn yfir allar kröfur og stöður og öll skjöl á einum stað.

Claims Web

Gátt fyrir kröfuhafa til að fylgjast með stöðu sinna mála.

+

Framsal á kröfum

Auðvelt er að framselja kröfum innan kerfisins.

Auðvelt aðgengi

Aðgangsstýringar eru einfaldar en öflugar og öryggi gagna er í fyrirrúmi.

Sérsniðin ráðgjöf:

 • Claims hugbúnaðar
 • Sérfræðingar með víðáttumikla þekking á utanumhaldi þrotabúa
 • Uppsetning á ferlum vegna utanumhalds þrotabúa
 • Þjálfun og kennsla
 • Skönnunar- og skráningarþjónusta sem tryggir áhrifaríka skráningu
 • Áhrifaríkir ferlar sem tryggja öryggi upplýsinga og lágmarka hættu á gagnaleka

Helstu kostir Claims:

 • Allar kröfur eru númeraðar við stofnun
 • Ferli skilgreint fyrir viðkomandi þrotabú
 • Skilgreining kröfu t.d. kröfuhafi, umboðsmaður, lögaðili, reikningsupplýsingar kröfuhafa o.s.frv.
 • Hægt að framselja kröfu
 • Hægt að hengja viðhengi við hverja kröfu, t.d. kröfulýsingar eða önnur fylgigögn
 • Hægt að senda tölvupóst til kröfuhafa út úr kerfinu með stöðluðum upplýsingum, t.d.um stöðu kröfu
 • Auðvelt að veita ytri aðilum s.s. endurskoðendum og verktökum aðgang að gögnum
 • Hægt að bæta athugasemdum við hverja kröfu í spjallþráðastíl
 • Öll breytingasaga skjala, verkefna og annarra aðgerða er vistuð
 • Hægt að raða/sía/leita eftir öllum helstu atriðum
 • Hægt er að taka út upplýsingar um kröfur í Excel
 • Yfirlit tölulegra gagna eftir lagagreinum, t.d. sértökukröfum, búskröfum, veðkröfum, forgangskröfum, almennum kröfum og eftirstæðum kröfum
 • Auðvelt að sjá tegund kröfu, t.d. skuldabréf, víxill, annað
 • Auðvelt að sjá stöðu kröfu, t.d. óuppgerð, uppgerð, ágreiningsmál og fleira
 • Öll samskipti yfir vefinn eru dulkóðuð
 • Góður stuðningur við öll helstu stýrikerfi, s.s. Windows, Mac OS og Linux