Stjórnarvefgátt er veflausn fyrir stjórnir fyrirtækja og stofnanna sem heldur utan um dagskrá stjórnarfunda og öll gögn er þeim tengjast. Stjórnarvefgáttin auðveldar samskipti stjórnarmanna, gerir fundi markvissari og tryggir eftirfylgni þeirra. Öll gögn eru rafræn og hægt að nálgast þau með auðveldum en öruggum hætti gegnum tölvu, snjallsíma eða spjaldtölvu.

Með Stjórnarvefgáttinni

  • Færð þú lausn fyrir nútímastjórnir

  • Er auðvelt að eiga samstarf við stjórnarmenn staðsetta víðsvegar um heiminn

  • Getur þú sparað mikinn tíma með því að láta stjórnarmenn rafrænt undirrita fundargerðir

  • Er öflug leit í öllum fundargögnum

  • Sérð þú gott yfirlit yfir framgang og ábyrgðaraðila á verkefnum

  • Er utanumhald utan um öll gögn stjórnar á einum stað

  • Getur þú átt rafræn samskipti án aðkomu tölvupósta eða pappírs

Með rafrænum undirskriftum er hægt að skrifa undir skjöl með fullgildum hætti hvar sem fundarmenn sitja. Lausnin er einnig kjörin fyrir alla aðra fundi. Hún býður upp á öfluga leit í öllum fundargögnum og sýnir yfirlit yfir framgang og ábyrgðaraðila allra verkefna sem tengjast fundunum.

Líkt og með allar okkar lausnir þá er Stjórnarvefgáttin einföld og örugg veflausn.

Árangursmat Stjórnar

Árangursmat stjórnar er áhrifarík leið til að mæla árangur stjórna og meta rekstur í þeim tilgangi að bera kennsl á styrkleika og veikleika. Í árangursmati stjórnar er verið að líta til baka yfir liðið starfsár/almanaksár og meta eigin störf ásamt því að meta störf forstjóra og stjórnarformanns. Lausnin gerir stjórnum kleift að annast sjálf árangursmat þar sem niðurstöður birtast í gagnvirkri rafrænni skýrslu sem dregur fram þau atriði sem stjórn þarf að fara yfir sérstaklega.


Við viljum heyra frá þér