Samningurinn styður stefnu og framtíðarsýn hreyfingarinnar

Brynja og Auður

Brynja Guðmundsdóttir og Auður Inga Þorsteinsdóttir semja um notkun AZAZO CoreData


Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og AZAZO hafa undirritað samstarfssamning um að UMFÍ noti AZAZO CoreData til að halda utan um öll gögn félagsins, bæta verkefnastýringu og fundarhöld. Samningur UMFÍ við AZAZO er undirskriftumfiogazazo-2 samræmi við þá vinnu sem staðið hefur yfir síðasta árið hjá UMFÍ og snýr að stefnu og framtíðarsýn hreyfingarinnar.
Með AZAZO CoreData getur UMFÍ haft betri stjórn á öllum gögnum hreyfingarinnar, haft skýrari verkferla, fundarhöld verða markvissari og þekkingaryfirfærsla er tryggð. Utanumhald móta og viðburða á vegum hreyfingarinnar verður einnig auðveldara og gagnsærra.

Hugbúnaðurinn bætir þjónustuna og auðveldar rekstur

„Saga UMFÍ um allt land og óeigingjarnt starf sjálfboðaliða hreyfingarinnar eru samofin sögu þjóðarinnar. Samningurinn við AZAZO er liður í því að bæta þjónustuna við alla sambandsaðila UMFÍ, auðvelda rekstur ungmenna- og íþróttafélaganna og gerir auk þess varðveislu allra gagna skilvirkari. Með þessu verður gott verk betra og saga UMFÍ og aðildarfélaga markvissari en áður,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.
Allir 29 sambandsaðilar UMFÍ fá aðgang að kerfinu en um 160 þúsund manns eru í hreyfingunni eða nær helmingur allra Íslendinga.

Spennandi að vinna að verkefnastjórnun með UMFÍ

Brynja Guðmundsdóttir, forstjóri AZAZO, segir mjög spennandi að vinna með UMFÍ. „Við höfum frá stofnun einbeitt okkur að bættu aðgengi að gögnum, bættum verkferlum og verkefnastjórnun innan fyrirtækja og stofnana. Bætt utanumhald stjórnarfunda og annara funda hefur einnig verið okkur hugleikið. Við höfum mikinn áhuga á að færa þessa reynslu okkar í auknu mæli yfir í þriðja geirann og styðja við bættan rekstur góðgerða- og félagasamtaka. Samningurinn við UMFÍ styður við þær hugmyndir okkar en félagið er með stærstu félagasamtökum á Íslandi.“

UMFÍ mun notast við AZAZO CoreData og AZAZO BoardMeetings

Ráðgjafasvið AZAZO mun stýra innleiðingu þjónustunnar í samstarfi við lykilstjórnendur UMFÍ. UMFÍ mun notast við AZAZO CoreData við verkefnastjórnun og til að gera aðgengi að gögnum aðgengilegra og gagnsærra. Viðbætur eins og BoardMeetings sem er stjórnarvefgátt AZAZO mun auðvelda hreyfingunni utanumhald um fundi hvort sem er aðalfundi eða nefndarfundi. AZAZO COreData mun auðvelda UMFÍ skipulagningu og utanumhald um mót og aðra viðburði sem hreyfingin kemur að.

Um UMFÍ

Ungmennafélag Íslands, skammstafað UMFÍ, er landssamband ungmennafélaga á Íslandi. Það var stofnað árið 1907. Sambandsaðilar UMFÍ eru 29 talsins og eru um 160 þúsund manns í hreyfingunni í rúmlega 300 ungmenna- og íþróttafélögum um allt land. UMFÍ er þjónustu- og samstarfsvettvangur fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þeirra. UMFÍ leggur áherslu á fagleg vinnubrögð, jákvæð samskipti og samvinnu með sameinaða krafta að leiðarljósi.