Um coredata Solution

CoreData Solution er íslenskt hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í stjórnun og varðveislu upplýsinga og gagna. Fyrirtækið hefur þróað upplýsinga- og verkefnastjórnunarkerfið CoreData sem er notað af mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. Hjá CoreData Solutions starfa öflugir ráðgjafar með víðtæka menntun og reynslu, ásamt sérfræðiþekkingu í verkefnastjórnun, gæðamálum og stefnumótun. Ráðgjafar okkar aðstoða viðskiptavini CoreData Solutions við að ná fram hagræðingu í rekstri með aukinni yfirsýn, rekjanleika og skilvirkari ferlum.