Allt í einni öruggri lausn

Pappírslaus viðskipti eru framtíðin!

Viltu halda utan um skjöl og verkefni á skilvirkan, skipulagðan og öruggan máta? Þá ættir þú að kynna þér CoreData.

 

Við erum að nota CoreData til að stjórna málum okkar og skjölum. Ég get nálgast, deilt, breytt öllum upplýsingum hvar sem er og hvenær sem er. Það sem okkur líkar hvað best er hæfileikinn til að stjórna aðgangi að skjölum og deila ákveðnum skrám með tilteknu fólki.

Vilborg Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Advel

Við notum CoreData sem skjalastjórnunarkerfi og sjáum ekki eftir því að hafa valið þá leið. Það gerir okkur kleift að halda utan um öll okkar verkefni með skilvirkum hætti og veitir góða lausn við stýringu á aðgengi að gögnum. Starfsfólk CoreData er afar jákvætt og lausnamiðað og ávallt tilbúið til að finna lausnir við öllum þeim fyrirspurnum sem upp koma og ekki hvað síst að þróa nýjar leiðir til að koma til móts við þarfir okkar.

Sigrún Sigurðardóttir hjá Rafiðnaðarsambandinu

CoreData hefur gjörbreytt ferlum hjá okkur og því hvernig við höldum utan um samninga við fyrirtæki, starfsmenn, þjálfara og  leikmenn. Með því að undirrita samninga rafrænt úr kerfinu náum við betri yfirsýn og það sparar okkur mikinn tíma við leit og endurnýjun á samningum sem er mjög dýrmætt í rekstri félags eins og okkar.

Hörður Guðjónsson, framkvæmdastjóri íþróttafélagsins Fylkis

Það skiptir okkur máli að geta nálgast öll okkar skjöl hratt og örugglega. Samstarfsaðilinn þarf að vera traustur og þjónustan góð. Þess vegna valdi RB CoreData þegar kom að vali á skjalavistunarkerfi.

Hulda Valsdóttir, skjalastjóri hjá Reiknistofu bankanna

Við notum CoreData fyrir öll okkar skjöl. Það er mikill kostur hve aðgengilegt allt er í kerfinu og hve auðvelt það er í notkun. Tekist hefur til með einstökum hætti að gera kerfið notendavænt og virðisaukandi fyrir viðskiptavininn. Aðgangsstýring að skjölum og verkefnum er frábær en auk þess er mikill kostur að mjög svo aðgengileg stjórnargátt sé hluti af kerfinu. Við erum fámenn skrifstofa og hjá okkur er ekki starfandi skjalastjóri. Starfsfólk CoreData hefur reynst okkur vel og er ávallt tilbúið til þess að aðstoða og svara spurningum okkar. Ég mæli hiklaust með CoreData og gef þeim mín bestu meðmæli.

Rakel Lind Hauksdóttir, fjármála- og fjáröflunarstjóri hjá SOS Barnaþorp

Við höfum notað CoreData frá árinu 2012 og haldið utan um okkar helstu skjöl og gögn í stórum sem smáum verkefnum. Þegar á þarf að halda veitir starfsfólk CoreData skjóta og góða þjónustu.

Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB

Við hjá Ísafold Capital Partners (ÍCP) höfum nú innleitt CoreData. Helstu kostir CoreData, fyrir starfsemi ÍCP, voru þeir að þarna gátum við haft undir sama hatti gagnaherbergi og rafrænar undirskriftir. Þar að auki er viðmótið einfalt og þægilegt og þjónustan framúrskarandi.

Kristinn Guðjónsson, CRO hjá Ísafold Capital

Þegar Kría hóf starfsemi sína fékk sjóðurinn frábæra aðstoð hjá starfsfólki CoreData við alla þá vinnu sem tengist tilkynningum til Þjóðskjalasafns og eftirfylgni þeirra. Í CoreData höldum við utan um öll okkar formlegu skjöl svo sem umsóknar- og fundargögn.

Sæmundur K. Finnbogason, sjóðstjóri Kríu, sprota- og nýsköpunarsjóðs

CoreData hefur veitt okkur góða yfirsýn yfir mál sem eru í gangi hjá fyrirtækinu og stöðuna á þeim, ásamt því að gera okkur kleift að vinna saman að mismunandi verkefnum á aðgengilegan hátt.

Þóra Þorgeirsdóttir, sviðsstjóri þjónustu- og upplýsingasviðs hjá Félagsbústöðum

Með CoreData hefur skjalavarslan orðið einfaldari og öruggari en hún áður var. Notendaviðmótið er mjög þægilegt og leitin sérlega góð, þetta gerir það að verkum að nýir notendur eru fljótir að tileinka sér kerfið.

Edda Linn Rise, skjalastjóri hjá Land og skógi

Við notum CoreData fyrir öll skjöl og mál og okkur þykir einnig mikilvægt að geta undirritað og samþykkt skjöl í kerfinu með rafrænum hætti. Það er afar mikilvægt að við getum nálgast, deilt og breytt gögnum hvar og hvenær sem er.

Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar

Við hjá VSV Seafood Iceland höfum notað Coredata um nokkurra ára skeið til að halda utan um gögn okkar og skipuleggja þá pappíra sem fylgja vörustjórnun félagsins. Kerfið heldur vel utan um útflutningsstarfsemi okkar og ekki skemmir fyrir að hafa svona öfluga leitarvél.

Björn Matthíasson, COO hjá Vinnslustöðinni

Við höfum notað CoreData frá árinu 2012 og haldið þar utan um gögn vegna stjórnar- og nefndarfunda en kerfið tryggir öruggan og auðveldan aðgang. Þá veitir starfsfólk CoreData skjóta og góða þjónustu þegar á þarf að halda.

Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Festi

Við erum ánægð með CoreData lausnina sem við nýtum í samskiptum við viðskiptavini okkar. Ein af ástæðum fyrir því að við völdum CoreData sem samstarfsaðila í skjalastjórnun er vegna þess hversu örugg lausn þeirra er og þægileg fyrir viðskiptavini okkar.

Benedikt Ólafsson, partner hjá Vex ehf.

CoreData er stafrænt samvinnusvæði sem sameinar á hagkvæman hátt skjala- og verkefnastjórnun

Tryggðu…

  • að gögn týnist ekki eða séu send á ranga aðila
  • pappírslaus og örugg viðskipti
  • að rétt og endanleg skjöl og samningar séu varðveitt á öruggan máta
  • meiri framleiðni með góðri skjalastjórnun
  • aðgangsstýringar að gögnum
  • tímastjórnun verkefna
  • stafræna vegferð - betri og skilvirkari rekstur
  • að unnið sé í samræmi við staðla og reglugerðir
  • rafræna skjalavörslu og örugg skil til Þjóðskjalasafns
  • að viðkvæmar upplýsingar og skjöl liggi ekki á glámbekk

 

 

 

 

Öryggið skiptir öllu máli

Með notkun CoreData getur þú unnið í stafrænu vinnusvæði þar sem upplýsingar eru öruggari fyrir óviðeigandi aðgangi, gagnaleka og ógnum af netinu.

  • Öruggur aðgangur (HTTPS, SSL)
  • Afritunartaka
  • Endurheimt gagna
  • Viðlagaáætlanir
  • Rafræn auðkenning og innskráning
  • Active directory, SSO samþætting og fjölþátta auðkenning (MFA)

 

 

 

 

 

CoreData

  • Er einföld og notendavæn lausn til skjala- og verkefnastjórnunar
  • Er lausnin til að geyma rafræn skjöl fyrir stafræna vegferð
  • Minnkar pappírsnotkun
  • Leysir sameiginleg drif af hólmi og áskoranir tengdar þeim
  • Tryggir öryggi skjala og verndar viðkvæm skjöl
  • Auðveldar samvinnu með öruggu og sameiginlegu samskipta- og vistunarsvæði sem unnt er að deila með samstarfsaðilum utan fyrirtækisins
  • Kemur skipulagi á skjölin og dregur úr illa nýttum tíma og fjármunum við leit að gögnum
  • Hjálpar til við að fylgja lögum um Persónuvernd
  • Vistar breytingasögu verkefna og skjala
  • Vistar allar upplýsingar um viðskiptavini, samskipti og skjöl
  • Heldur utan um fundi stjórna, starfshópa og nefnda
  • Vistar alla tölvupósta beint inn í verkefni sem samskiptin tilheyra með einföldum hætti

 

 

Tölum saman!

Við erum við símann núna og erum ávallt tilbúin til að sýna þér hvað við höfum fram að færa og ræða við þig.

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú skilmála okkar um vafrakökur. Við notum vefkökur til að bæta notendaupplifun þína og auka vinnsluhraða síðunnar.