Lögfræðistofur

Með CoreData geta lögfræðistofur og lögfræðiteymi aðgangsstýrt og varðveitt öll skjöl, eyðublöð, form, upplýsingar, samninga og önnur trúnaðargögn á skilvirkan og öruggan máta.

Finndu upplýsingar á snöggan máta með fullkominni leitarvél. Skipuleggðu gögn eins og þér hentar hvort sem það er eftir málum, tengiliðum eða viðskiptavinum. Lögfræðiteymið nær að nýta tíma sinn í að vinna mál frekar en að vinna við pappíra.

Skjótur aðgangur að málum

  • Skipuleggðu skjöl eftir málsaðila, málum eða með öðrum lýsigögnum
  • Vistaðu tölvupóstsamskipti starfsmanna og ytri aðila í tilheyrandi verkefni eða mál
  • Minnkaðu pappírsnotkun og tryggðu fljótlegri leit að skjölum með rafrænum hætti
  • Tilgreindu aðgangsstýringar réttra aðila að réttum gögnum
  • Auðkenning með rafrænum skilríkjum fyrir ytri aðila, s.s. stjórnarmeðlimi og ytri endurskoðanda, auðveldar aðgengi að réttum skjölum hvar sem er og hvenær sem er
  • Settu upp þitt gagnaherbergi fyrir t.d. áreiðanleikakannanir og söluferli fyrirtækja
  • Endurskoðaðu skjöl og merktu inn athugasemdir einnig með einka minnispunktum
  • Samþætting með auðveldum hætti við aðrar leiðandi lausnir innan fyrirtækisins
  • Rafrænar undirskriftir einfalda gerð og varðveislu allra samninga
  • CoreData er ISO/IEC 27001 vottað fyrirtæki

Óskaðu eftir kynningu eða skoðaðu lausnir okkar

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú skilmála okkar um vafrakökur. Við notum vefkökur til að bæta notendaupplifun þína og auka vinnsluhraða síðunnar.