Ráðgjöf og þjónusta

Hjá CoreData starfa sérfræðingar á sviði verkefna- og skjalastjórnunar. Þeir búa yfir áralangri reynslu sem þeir geta miðlað áfram til hverskonar fyrirtækja, félaga og stofnana af öllum stærðum og gerðum.

Nýttu þér reynslu okkar

  • Ráðgjafi hjálpar til við innleiðingu á CoreData kerfinu þegar það er tekið í notkun þannig að kerfið sé sem best sniðið að þörfum þínum.
  • Hjá CoreData erum við með þjónustu sem kallast Skjalastjóri til leigu. Það felur í sér að ráðgjafi frá CoreData getur aðstoðað við að setja upp og þróa með ykkur þannig að kröfum um skjalastjórnun og rafræn skil sé uppfyllt af fullnustu og skili sem bestum árangri.
  • Við getum aðstoðað við skýjavegferð fyrirtækja. Ráðgjafar okkar hjálpa til við greiningu og mótun við að nýta skýjalausnir á sem bestan máta.
  • Við getum aðstoðað fyrirtæki við að verða að stafrænum skrifstofum en þannig geta þau unnið á skipulagðan hátt að því að upplýsingar séu geymdar á rafrænan máta og að auðvelt sé að sækja þær. CoreData hjálpar þannig fyrirtækjum við að stíga skrefið í átt til framtíðar og stuðla að pappírslausum viðskiptum. 
  • Við getum séð um gagnaflutninga úr öðrum kerfum yfir í CoreData þannig að innleiðingin verði einföld og að skjöl séu geymd á réttum stöðum og í viðeigandi verkefnum.
  • Að auki geta sérfræðingar CoreData aðstoðað við samþættingu við skjalastjórnunarkerfið.

Tölum saman!

Við erum við símann núna og erum ávallt tilbúin til að sýna þér hvað við höfum fram að færa og ræða við þig.

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú skilmála okkar um vafrakökur. Við notum vefkökur til að bæta notendaupplifun þína og auka vinnsluhraða síðunnar.