Markmið okkar eru einföld

Að vernda og skipuleggja upplýsingarnar þínar á öruggum stað.

Við erum árangursdrifið teymi með fjölbreyttan bakgrunn – hokin af menntun og reynslu.

Ráðgjafar okkar geta einnig veitt ráðgjöf við stafræna umbreytingu viðskiptaferla.

Við erum drifin áfram af því að aðstoða fyrirtæki eins og þitt að verða stafrænt og árangursríkara í rekstri. Með CoreData er hægt að setja upp stafræna skrifstofu sem er í senn öruggari en að sýsla með pappír og styður við árangursrík innri samskipti starfsmanna sem og við ytri samskiptaðila.

Við erum stolt af árangri okkar í samvinnu teymisins sem vinnur í nokkrum löndum

Endurgjöf viðskiptavina er okkur mjög mikilvæg í stöðugum umbótum – þannig ná verkefnastjórar, þróunarteymi, prófunarteymi, vörustjórnun og markaðsteymi að tryggja árangur viðskiptavina okkar.

Viðskiptavinir hafa gott aðgengi að þjónustuaðila hjá okkur. Við bregðumst skjótt við fyrirspurnum og höldum viðskiptavinum upplýstum um framgang verkefna. Með þessu tryggjum við yfirburða þjónustu á öllum stundum.

 

 

CoreData er hluti af þeim fjölmörgu viðskiptalausnum sem Wise býður upp á,
sjá nánar hér.

Tölum saman!

Við erum við símann núna og erum ávallt tilbúin til að sýna þér hvað við höfum fram að færa og ræða við þig.

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú skilmála okkar um vafrakökur. Við notum vefkökur til að bæta notendaupplifun þína og auka vinnsluhraða síðunnar.