Af hverju er gott að hafa rafræna undrirskriftarmöguleika í skjalastjórnunarlausn?

Þjóðfélagið okkar og viðskipti einkennast af sífellt meiri hraða. Hvort sem er um ný viðskipti að ræða, samninga eða tilboð og annað eins. Svo verður að hafa í huga að starfsemi fyrirtækja breyttist og þurfti að aðlagast eftir að heimsfaraldur breytti heiminum. viðskiptalífinu einkenn

Við erum því einstaklega stolt af því að í þessari þróun þá hefur skjalastjórnunarlausnin okkar sem er í senn stafrænt samvinnusvæði hjálpað fjölmörgum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugeirum að verða skipulagðari, sveigjanlegri og afkastameiri. En hví að stoppa þar? Hvers vegna ættir þú að bíða eftir að undirritaðir samningar og önnur skjöl berist til þín í pósti þegar öll önnur umsýsla fer fram í skýinu? Sérstaklega þar sem þessi möguleiki er núþegar hluti af lausninni okkar!

Að sjálfsögðu er það kostur að hafa öll skjölin þín aðgengileg, deilanleg og skipulögð á einum stað. Kostur fyrir bæði þig, fyrirtækið og viðskiptavinina. En það að geta skrifað rafrænt undir skjöl og samninga hefur svo sannarlega verið toppurinn yfir i-ið. Rafræn undirritun með CoreData í samstarfi við Dokobit sem er eitt af stærstu fyrirtækjunum í Evrópu á sviði rafrænna undirskriftalausna tryggir örugga og auðvelda netlausn sem spara þér og viðskiptavinum þínum tíma og peninga. Ávinningurinn er of mikill til að hunsa þennan möguleika. Nú þarftu ekki fleiri fundi sem snúa að undirritun skjala og eyða tíma í að fylgja eftir undirskriftum beggja aðila og bíða eftir skjölunum. Nú geturðu stigið skrefið í að vera með enn betri stafræna og pappírslausa skrifstofu.

Þú þarft ekki penna, blek eða póst fyrir undirritun skjala 

En hvar skal byrja? Byrjaðu á að pæla í þessum tölum til að fá hugmynd um hvers vegna það borgar sig að nýta rafrænu undirritunarmöguleikana í CoreData.


Þar sem ekki þarf að bíða svona lengi eftir að skjöl eru undirritun þá batnar framleiðni starfsmanna beggja allra fyrirtækja sem eiga í hlut um hvorki meira né minna en 85%. Enn fremur benda kannanir til að allt að 80% minni líkur eru á villum með því að innleiða rafrænar undirritanir auk næstum 80% minni afgreiðslutíma.

Með öðrum orðum þá skapa pappírsbundin ferli gríðarlegar hindranir á skilvirku vinnuflæði. Svona tafir geta valdið því að vörumerki viðskiptavina þinna skaðist sem og orðsporið sem skjalastjórnendalausn ef rafræn undirritunarlausn er ekki innleidd eins og við höfum gert með Dokobit. Af hverju að bíða í lágmark fimm daga eftir að undirrituð skjöl berist í pósti þegar þú getur fengið undirritað skjal á innan við klukkustund?

Í heimi sem hefur lifað af heimsfaraldur eru rafrænar undirskriftir orðnar hluti af heildinni 

Þar sem COVID-19 leiddi til þess að fjarvinna var nauðsynleg fóru fleir fyrirtæki að taka upp skjalastjórnunarkerfi til að miðstýra og skipuleggja vinnu- og verkefnasvæði stafrænna skjala. Þar sem nánst öllum viðskiptaferlum er stjórnað á netinu þá hefur rafræn undirritun orðið ómissandi lausn fyrir viðskiptavini CoreData. Fyrirtæki hafa löngum deilt skjöl á milli sín með rafrænum hætti en reitt sig á hefðbundnar aðferðir við undirritun skjala þ.e. Með penna og þau svo send með pósti, svo ekki sé nú minnst á tímann, kostnaðinn og fyrirhöfnina við prentun, skönnun og afritun.

„Ekki láta fyrirtækið þitt hægja á vexti sínum með gamaldags og óhagstæðum meðferðum skjala, undirritunar og stjórnunarkerfum“

Hér geturðu séð hvernig þú getur notið góðs af því að nota rafræna undirritun með CoreData:

Dragðu úr afgreiðslutíma fyrir viðskiptavini þína og fyrirtæki

Minnkaðu rekstarkostnað með því að innleiða rafræna undirritun með skjalastjórnunarlausninni. Af hverju að borgar fyrir margar lausnir þegar þú þarft bara eina?

Fínstilltu skilvirkni skjalaferlanna. Þú þarft ekki að breyta um, hala niður og flytja gögn milli mismunandi hugbúnaðarforrita.

Nýttu þægilegu undirritunarlausnina og miðlunargetuna beint í gegnum CoreData. Þú getur búið til, deilt, endurskoðað og unnið með skjölin, rafrænt undirritað þau, geymt og fylgt eftir skjölum hvar sem er í heiminum.

Geymsla. CoreData sér um varðveislu skjalanna og langtíma geymslu svo þú þarft ekki aðra skýjalausn.

Gagnaöryggi og heilindi. Allar rafrænar undirskriftar eru í samræmi við ISO/IEC 27001 - alþjóðlega viðurkenndur staðall sem er leiðandi í stjórnun upplýsingaöryggis.

Bættu sýnileika og ábyrgð. Þú veist nákvæmlega hvað er að gerst með skjölin þín hvenær sem er í ferlinu og sérð allar aðgerðir sem allir notendur framkvæma.

Hvernig virkar rafræn undirritun? 

Vegna samstarfs okkar við Dokobit þá geta viðskiptavinir auðveldlega fengið undirskriftir á einungis nokkrum mínútum með notkun CoreData. Undirskriftirnar eru ekki páraðar myndir á skjali heldur nota aðilar rafræn skilríki til undirritunar sem uppfylla allar reglur sem eru settar fram af ESB eIDAS. 

Í dag er rafræn undirskrift möguleg í Litháen, Lettlandi, Eistlandi, Finnlandi, Noregi, Íslandi, Póllandi, Belgíu, Portúgal, Spáni og á Ítalíu. 

Láttu CoreData gera undirskriftaferla þína rafræna

Við höfum séð ótal viðskiptavini í hinum ýmsu atvinnugeirm hagnast gríðarlega á því að nýta sér rafrænar undirritanir með CoreData. Við vitum að fyrirtækið þitt og viðskiptavinir munu njóta góðs af því að innleiða rafræna undirritunarferla. Við viljum gjarnan sýna þér hvernig rafrænar undirritanir eru framkvæmdar. Hafðu samband og við kynnum þér málið. 

 

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú skilmála okkar um vafrakökur. Við notum vefkökur til að bæta notendaupplifun þína og auka vinnsluhraða síðunnar.