CoreData fagnar 4 ára afmæli sínu með gjöf til góðgerðarsamtaka

Í október héldum við í CoreData upp á afmæli og þetta árið fögnum við fjögurra ára afmæli fyrirtækisins. 

Það að hugbúnaðarlausnin okkar sé í raun 12 ára sannar þá sérstöðu sem við höfum byggt upp í gegnum árin í skjala- og gagnastjórnun. 

Að okkar mati þá eru áreiðanleiki og öryggi mikilvægustu þættirnir þegar kemur að færslum, verkefnum og skjalastjórnun. 

Á hverju ári hefur CoreData lagt sig fram við að aðstoða og styðja góðgerðarsamtök og erum við stolt að segja frá því að í ár var Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur þeirra fyrir valinu. 

„Við erum svo stolt af því sem CoreData teymið hefur áorkað á síðustu fjórum árum og það er dýrmætt fyrir okkur að geta styrkt Ljósið.

Helga Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptasviðs

Í samstarfi við frábæru samstarfsaðila okkar erum við að gera mikilvægar breytingar fyrir viðskiptavini okkar. Þessar breytingar skila sér í bættum stafrænum ferlum og pappírslausum skrifstofum með öruggu og skilvirku kerfi.

Í gegnum árin höfum við fengið tækifæri til að vinna með fjölda fyrirtækja, vörumerkja og stofnunum og hlökkum til að vinna með mörgum fleiri á komandi árum.

Enn og aftur viljum við nota þetta tækifæri og þakka öllum viðskiptavinum okkar, söluaðilum, samstarfsaðilum og starfsmönnum fyrir undanfarin fjögur ár.

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú skilmála okkar um vafrakökur. Við notum vefkökur til að bæta notendaupplifun þína og auka vinnsluhraða síðunnar.