CoreData viðurkennd sem ein af topp 10 fullkomnustu skjalastjórnunarlausnunum

CoreData hefur fengið viðurkenningu sem ein af topp 10 fullkomnustu skjalastjórnunarlausnunum. 

Mirror Review greindi fyrirtæki á sviði skjalastjórnunarlausna og setti upp lista með  “The Top 10 Most Advanced Document Management Solution Providers”.

Því erum við einkar stolt af því að stafræna skrifstofa CoreData með skjalastjórnunarlausn sína sem veitir allt í einum pakka hefur verið valin ein af 10 bestu alþjóðlegu lausnunum.  

Sérstaða CoreData felst í því að hún felur í sér skjalastjórnun, verkefnastjórnun og málastjórnun (3 í einum pakka). Við höfum fengið viðurkenningu fyrir vinnu okkar, frábæra og nýstárlega eiginleika og virðisaukningu. 

Hér geturðu lesið um það sem stjórnunarteymi CoreData sagði um það hvernig CoreData hefur hjálpað fyrirtækjum sem hafa þurft að breyta viðskiptum og starfsvenjum vegna heimsfaraldursins. 

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú skilmála okkar um vafrakökur. Við notum vefkökur til að bæta notendaupplifun þína og auka vinnsluhraða síðunnar.