CoreData og Wise nú sameinuð fjárhagslega

Eftirfarandi upplýsingar voru sendar til viðskiptavina CoreData 15. júní sl.

 

Kæri viðskiptavinur

Í janúar 2022 var tilkynnt um kaup Wise lausna hf., kt. 630407-0870, á CoreData Solutions ehf., kt. 521017-2010. Nú er komið að næsta fasa þeirra kaupa og munu félögin sameinast fjárhagslega þann 1. júlí næstkomandi. Eftir sameiningu verður nafn félagsins Wise lausnir hf., kt. 630407-0870, með aðsetur að Ofanleiti 2, 103 Reykjavík. 

Þessi breyting hefur í för með sér að reikningar munu um og eftir næstu mánaðarmót berast þínu fyrirtæki frá Wise lausnum hf. Tímabil vegna útseldrar vinnu mun breytast í 26. hvers mánaðar til 25. hvers mánaðar. Í september munu reikningar fyrir útseldri vinnu berast fyrir tímabilið 1. - 25 ágúst og í október fyrir timabilið 26. ágúst - 25. september. 

Að öðru leyti en því sem fram kemur hér fyrir ofan mun fjárhagsleg sameining ekki hafa áhrif á þitt fyrirtæki og erum við einstaklega ánægð að geta haldið áfram að þjónusta  okkar  viðskiptavini undir hatti Wise.

Það eru því sannarlega bjartir tímar framundan og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs á sama grunni og áður. Við munum áfram kappkosta við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi lausnir og þjónustu og leiða ykkur áfram í stafrænni sókn. Við erum sannfærð um að með enn öflugra vöru- og þjónustuframboði getum við náð enn betri árangri með viðskiptavinum okkar í rekstri og stafrænni vegferð.

Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna.

Fyrir hönd Wise lausna hf.,
Kjartan Hrafn Kjartansson, framkvæmdastjóri CoreData
Jóhannes Helgi Guðjónsson, forstjóri Wise

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú skilmála okkar um vafrakökur. Við notum vefkökur til að bæta notendaupplifun þína og auka vinnsluhraða síðunnar.