CoreData útgáfulýsing - útgáfa 2023.3

Fjórða útgáfa ársins 2023 er tilbúin til dreifingar og margt var í gangi hjá CoreData teyminu á síðasta fjórðungi nýliðins árs.

Samhliða þessari uppfærslu erum við að uppfæra gagnagrunna úr PostgreSQL-11 í PostgreSQL-15. Hér er verið að stökkva um nokkrar útgáfur og er undirbúningur búinn að standa yfir um nokkurt skeið. Ferlið er orðið nokkuð vel smurt eftir nokkrar ítranir og væntur niðritími kerfa er lágmarkaður. Gagnagrunnsuppfærslan mun fara fram samhliða eða aðeins á undan nýju útgáfunni.

Endurbætur á skilum til Þjóðskjalasafns Íslands og héraðsskjalasafna hafa verið mikil á þeim tíma sem þessi útgáfa var unnin. Borgarskjalasafn Reykjavíkur valdi CoreData til að keyra “pilot” verkefni og vera fyrsti aðili til að skila rafrænt til safnsins. Vinnan hefur gengið mjög vel og nú er verið að vinna að síðustu endurbótunum sem miða af því að stytta ferlið og bæta gæði svo um munar.

Hér má lesa nánar um útgáfu 2023.3.

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú skilmála okkar um vafrakökur. Við notum vefkökur til að bæta notendaupplifun þína og auka vinnsluhraða síðunnar.