2.60 - CoreData útgáfulýsing

Í þessari útgáfu eru spennandi hlutir sem margir hafa verið að bíða eftir en fyrst langar okkur til að tæpa á nokkrum hlutum sem skipta máli í rekstrinum.

ISO27001 úttekt - Desember 2022

Í desember 2022 fórum við í gegnum úttekt á vegum BSI á Íslandi sem tók út öryggiskerfið okkar eða ISO27001. Það má með sanni segja að það hafi gengið vel því niðurstöður voru þær að 2 minni athugasemdir komu og 2 tækifæri til úrbóta.

Innbrotsprófanir janúar 2023

Innbrotsprófanir voru gerðar í janúar 2023 og voru þær framkvæmdar af fyrirtækinu NCC Group sem við höfum nú unnið með í 2 ár. Niðurstöður þessara prófana voru mjög góðar þar sem ekkert markvert kom fram. Því má á meðal annars þakka því gæðastarfi sem er innanhúss og öryggismeðvitund starfsmanna fyrirtækisins.

 

Hér geturðu lesið um 2.60 - CoreData útgáfuna

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú skilmála okkar um vafrakökur. Við notum vefkökur til að bæta notendaupplifun þína og auka vinnsluhraða síðunnar.