Farið yfir árið 2020

Pistill frá forstjóra okkar um hvernig árið 2020 var hjá okkur og hvaða skref við tökum áfram inn í árið 2021!

Þrátt fyrir að við höfum þegar tekið á móti árinu 2021 sem lofar fullt af áhugaverðum tækifærum langar mig að deila vangaveltum mínum um 2020 með augum CoreData og horfa fram á veginn til þess sem árið 2021 hefur í væntum fyrir okkur.

Í fyrsta lagi langar mig að segja hversu mikið ég met viðskiptavini okkar, samstarfsaðila og starfsmenn. Þökk sé ótrúlegri viðleitni þeirra, fagmennsku og teymisvinnu hefur CoreData vaxið þrátt fyrir allar þær áskoranir sem við stóðum öll frammi fyrir árið 2020.

ISO 27001 vottunin

Á árinu 2020 gekk CoreData í gegnum afar strangt vottunarferli fyrir ISO 27001 sem er einn af þekktustu og alþjóðlega viðurkenndu stöðluðum er snúa að upplýsingaöryggi.

Við væntum þess að tilkynna opinberlega vottunina í byrjun árs 2021.

Eftir að hafa sýnt fram á áframhaldandi skuldbindingu okkar við að stjórna og vernda gögn viðskiptavina okkar og fyrirtækisins hefur óháði endurskoðandinn BSI viðurkennd CoreData til vottunar. 

Það er mikilvægt að vekja athygli á því að ISO 27001 er ekki bara úttekt sem á sér stað einu sinni heldur felur í sér áframhaldandi ferli, stöðugar umbætur, endurskoðun og samskipti er snúa að öryggisstöðlum og ferlum.

Nýtt samstarf og fleiri sem fylgja!

Þökk sé nýju samstarfi við Dokobit sem er stærsti lausnaaðilinn er kemur rafrænum undirritunum, getur CoreData stutt rafrænar undirritanir og rafræna auðkenningarþjónustu í Litháen, Lettlandi, Eistlandi, Íslandi, Póllandi, Finnlandi, Belgíu, Portúgal og á Spáni. Fleiri lönd munu fylgja í kjölfarið á árinu 2021.

CoreData hóf einnig samstarf með Advania Signet Transfer, sem er ein af skýjalausnum Signet. CoreData og Advania tóku höndum saman og gerðu þar með viðskiptavinum kleift að senda skrár með öruggum hætti eftir að þeir auðkenna sig með rafrænum skilríkjum.

Byggjum upp sölunet CoreData innan ESB svæðisins

Í byrjun árs 2020 settum við okkur það markmið að stefna á nýjan markað og auka viðskipti okkar fyrst of fremst í ESB-löndum. Við vissum þá ekki að árið 2020 hafði annað í huga og að auka viðskiptin í miðjum heimsfaraldri var metnaðarfullt verkefni og á sama tíma krefjandi.

Þess vegna helguðum við krafti okkar árið 2020 í að auka við söluteymi okkar og byggja upp sölunet okkar í Þýskalandi, Austurríki og Sviss ásamt Norðurlöndunum til að auka sölu- og markaðstækifæri sem við gerum ráð fyrir að nýtist á komandi ári.

Uppfærslur 2020 – meira virði fyrir viðskiptavini okkar

Á árinu gáfum við út nokkrar mikilvægar uppfærslur og útgáfur af lausninni okkar sem hjálpuðu viðskiptavinum okkar við að nútímavæða og gera upplifun viðskiptavina sinna stafrænni. Með öruggri rafrænni auðkenningu og rafrænni undirskrift geta viðskiptavinir okkar nú boðið upp á þægilegri og öruggari leið við rafræna undirskrift samninga með rafrænni auðkenningu.

Á árinu 2020 einbeitti CoreData teymið sér að því að styðja við viðskiptavini sína í fjarvinnu með því að þróa og sérsníða lausnir að þeirra þörfum. Fyrir marga viðskiptavini okkar þýddi það að CoreData breyttist í eitt af mikilvægustu starfrænu vinnusvæðum þeirra við fjarvinnuna

Ný vefsíða CoreData sett í loftið

Með nýju vefsíðunni okkar vildum við endurvekja CoreData vörumerkið og leyfa viðskiptavinum að upplifa það á skýran máta hvað lausnin getur gert fyrir þá og hvaða atvinnugreinar við styðjum nú þegar við. 

Sem lausnar- og nýsköpunaraðili er mikilvægt fyrir okkur að tryggja að upplýsingar um vöru okkar, þjónustu og áætlanir séu aðgengilegar og auðskyljanlegar fyri rnúverandi og væntalega viðskiptavini okkar. Þó fyrirtæki vaxi og dafni eða minnki umsvif sýn þá eru tækifæri fyrir hugbúnaðarfyrirtæki. Með notkun skjalalausna er hægt að auka samvinnu og framleiðni og bæta öryggi trúnaðarskjala.

Hvað ber árið 2021 í skauti sér?

Ef að árið 2020 snérist um að lifa af þá mun árið 2021 snúast um endurlífgun og að dafna. Við hjá CoreData höfum sýnt fram á það með samstarfsaðilum okkar og teymisvinnu getum við skilað auknum verðmætum til viðskiptavina okkar og hraðar.

Markmið fyrirtækisins er að viðhalda seiglu í viðskiptum og halda áfram að stækka og vaxa og auka viðskiptin á öðrum mörkuðum

Á ári sem var fullt af jákvæðum uppfærslum fyrir CoreData erum við svo heppin að ákveðnir miðlar hafa fengið áhuga á því starfi sem við erum að vinna með viðskiptavinum okkar við að gera viðskipti þeirra pappírslaus, skipulögð og örugg á meðan fyrirtækin þeirra vaxa. 

Fylgstu með þar sem við munum vera með fleiri spennandi fréttir, nýja eiginleika og meira efni á komandi ári! 


Gunnar Ingi Traustason
Forstjóri CoreData Solutions ehf.

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú skilmála okkar um vafrakökur. Við notum vefkökur til að bæta notendaupplifun þína og auka vinnsluhraða síðunnar.