Nýr viðskiptavinur

Í mars síðastliðnum var undirritaður samningur við stéttarfélagið Einingu-Iðju sem er með höfuðstöðvar sínar á Akureyri. 
Innleiðing er þegar hafin hjá félaginu og stefnt er að því að CoreData leysi m.a. sameignardrif af hólmi, utan um hald samninga, verkefna og skjalageymslu.

Með notkun á CoreData verða upplýsingar félagsins betur skipulagðar og auðfinnanlegar. CoreData verður einnig notað til að veita aðgang að gögnum stjórna og nefnda. Í framhaldinu er svo stefnt að því að umsóknir af Mínum síðum Einingar-Iðju flæði með sjálfvirkum hætti inn í CoreData.

Félagssvæði Einingar-Iðju nær frá Fjallabyggð að vestan til Grýtubakkahrepps að austan ásamt Hrísey og Grímsey. Fullgildir félagsmenn Einingar-Iðju voru 8.226 um síðustu áramót. Aðalskrifstofa félagsins er á Akureyri en að auki rekur félagið skrifstofur á Dalvík og í Fjallabyggð. 15 starfsmenn eru með aðsetur á Akureyri, þar af fjórir Virk fulltrúar, einn á Dalvík og einn í Fjallabyggð.

CoreData er stolt af því að styðja við stéttarfélög í stafrænni vegferð og skipulagi upplýsinga.

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú skilmála okkar um vafrakökur. Við notum vefkökur til að bæta notendaupplifun þína og auka vinnsluhraða síðunnar.