Nýr samstarfsaðili - CoreData & Dokobit

Við í CoreData getum nú stolt sagt frá samstarfi okkar við Dokobit sem er stærsti lausnaraðilinn fyrir rafrænar undirskriftir.  

Vegna þessa nýja samstarfs getum við í CoreData stutt við rafrænar undirskriftir og rafræna auðkenningu í Litháen, Lettlandi, Eistlandi, Noregi, Íslandi, Póllandi, Finnlandi, Belgíu, Portúgal og á Spáni en fleiri lönd munu fylgja í kjölfarið árið 2021.

Rafræn undirskrift – einfaldari, betri, og fljótlegri undirritun skjala 

Við víkkuðum út getu CoreData með þessu þar sem nú geta viðskiptavinir okkar skrifað rafrænt undir skjöl og samninga beint í gegnum CoreData. Nú er óþarfi að halda sérstaka fundi einungis til að skrifa undir samninga og pappíra. Þetta bætir enn frekar upplifun notenda CoreData hvort sem um er að ræða stjórn, starfsmenn eða samstarfsaðila. Þetta einfaldar einnig alla undirritun skjala: Frá fjárhagslegum sparnaði til fölsunar á undirskriftum.

Rafræn auðkenning – Örugg og fljótleg aðgangsstýring

Nú getum við í CoreData einnig boðið upp á rafræna auðkenningu sem gerir viðskiptavinum okkar sem og starfsmönnum þeirra og birgjum kleift að nota farsíma sína til rafrænnar auðkenningar í 10 Evrópulöndum. 

Rafræn auðkenning ákvarðar ótvírætt auðkenningu einstaklings. Þannig er hægt að fylla út skjöl á netinu og skila inn skjölum rafrænt í stað þess að senda þau í pósti eins og áður.  

Annar augljós ávinningur er enn betri upplifun vipskiptavina þar sem nú geta notendur sótt upp þjónustu á netinu og án óþæginda. Fljótleg, þægileg og mun óöruggari leið. 

Við í CoreData, erum spennt yfir þessu nýja samstarfi við Dokobit þar sem bæði fyrirtækin eru hliðholl nýsköpun og að búa til lausnir sem auðvelda viðskiptavinum daglegan rekstur. 

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú skilmála okkar um vafrakökur. Við notum vefkökur til að bæta notendaupplifun þína og auka vinnsluhraða síðunnar.