Tilkynnum að CoreData hefur hlotið ISO 27001 vottunina

CoreData 27001 Certification

Það er einstaklega ánægjulegt að CoreData getur nú státað sig af ISO 27001 vottuninni sem er ein af þekktustu og alþjóðlega viðurkenndu upplýsingaöryggisstöðlunum.

CoreData styður hundruð viðskiptavina og samstarfaðila sem geyma og stjórna mikilvægum verkefnum sínum, verkum og trúnaðarskjölum í gegnum stafræna skjalastjórnunarlausn CoreData. Því er CoreData skuldbundið til að vernda viðskipti viðskiptavina sinna og veita þá fullvissu að öryggi sé meðhöndað eftir stöngustu reglum og stöðlum. 

Eftir að hafa sýnt fram á áframhaldandi skuldbindingu okkar við að stjórna og vernda gögn fyrirtæksins og viðskiptavina okkar fékk CoreData viðurkenningu þess efnis af óháða endurskoðandanum BSI. Það er mikilvægt að segja frá því að ISO 27001 tekur ekki fyrirtækið út bara einu sinni heldur er það stöðugt undir eftirliti til umbóta, endurskoðunar og samskipta er koma að öryggisstöðlum og ferlum. 

Hvað er ISO 27001?

ISO 27001 is hluti af ISO 27000 staðlafjölskyldunni, sem öll tengist upplýsingaöryggi. Það er í grundvallaratriðum formúla sem lýsir bestu leiðinni til að gera eitthvað á öruggan og traustan máta. Samkvæmt  ISO 27001, þarf fyrirtæki að hafa upplýsingaöryggisstjórunarkerfi sem sýnir fram á skjalfesta ferla við stjórnun viðkvæmra viðskiptaupplýsinga, starfsmannaferla og upplýsingatæknikerfa. 

Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir viðskiptavini CoreData?

Sem ISO 27001 vottað fyrirtæki sannar CoreData fyrir viðskiptavinum sínum að fyrirtækið hefur fjárfest í fólki, ferlum og tækni við að vernda gögn viðskiptavina sinna og búa til upplýsingaöryggisstjórnunarkerfi sem er á heimsmælikvarða. 

Nokkri af ávinningunum sem viðskiptavinir CoreData fá: 

  • Aukinn áreiðanleiki og öryggi kerfa og upplýsinga. 
  • Bætt ímynd og orðspor fyrirtækisins. 
  • Skýrt skilgreind dreifing ábyrgðar. 
  • Meira gagnsæi í rekstri fyrirtækja. 
  • Geriri viðskiptavinum kleift að samræma kröfur og taka þátt í útboðum. 
  • Samkvæmni við viðskiptalegar, samningsbundnar og lagalegar skyldur. 
  • Alþjóðlega viðurkenndur staðall um bestu starfsvenjur.

CoreData teymið tileinkar sér svo sannarlega að vernda viðskiptaupplýsingar og gögn viðskiptavina sinna og er einkar stolt af því að geta sannað það með ISO 27001 vottuninni. 

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú skilmála okkar um vafrakökur. Við notum vefkökur til að bæta notendaupplifun þína og auka vinnsluhraða síðunnar.