VEX ehf. bætist við í hóp viðskiptavina CoreData og nýtur þess að vera með örugga stjórnarvefgátt og gagnaherbergi

VEX ehf. er rekstraraðili sérhæfðra sjóða með áherslu á óskráðar fjárfestingar. Vex ehf. hefur nú bæst við fjölda viðskiptavina okkur úr fjármála- og fjárfestingageiranum.

VEX ehf. notar nú stjórnarvefgátt og gagnaherbergi CoreData til að stjórna og fylgjast með fjjárfestingarverkefnum viðskiptavina sinna. Vex ehf. getur nú deilt og unnið með trúnaðarskjöl og gögn með viðskiptavinum sínum og fylgt fjárfestingum frá upphafi til enda.

Gagnaherbergi og stjórnarvefgátt CoreData eru skýjalausnir með hæsta öryggisstig í skjalastjórnun, vottuð með ISO27001. Öll viðkvæm gögn og skjöl sem snúa að umsýslu og fjárfestingarverkefnum eru því nú á einum stað.

Við erum einstaklega ánægð með að hafa fundið CoreData lausnina sem við getum nýtt til að efla viðskipti okkar í öruggri skýjalausn. Ein af ástæðum fyrir því að við völdum CoreData sem samstarfsaðila í skjalastjórnun er vegna þess hversu örugg lausn þeirra er. Sérfræðikunnátta þeirra og reynsla gera þau að einstökum samstarfsaðila og hjálpar það okkur í VEX vaxa og dafna í framtíðar fjárfestingarverkefnum.“

Benedikt Ólafsson, Partner hjá VEX ehf.
Framtíðarsýn okkar er að styðja við og bjóða upp á öruggar og faglegar lausnir fyrir fyrirtæki eins og VEX ehf.

Við skiljum eðli fjárfestingarfyrirtækja og hversu mikilvægt það er að geta veitt VEX ehf. öruggt og verndað umhverfi fyrir skjölin sín. Við erum ánægð með að vinna með VEX teyminu og hjálpa þeim að styðja við viðskipti þeirra og fjárfestingar.“

Helga Guðrún Lárusdóttir, Partner & framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptasviðs

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú skilmála okkar um vafrakökur. Við notum vefkökur til að bæta notendaupplifun þína og auka vinnsluhraða síðunnar.